Skip to main content

Vottanir á Noona

Núna er hægt að sækja um vottun á lögvernduðum starfsheitum

Arna Dís Arnþórsdóttir avatar
Written by Arna Dís Arnþórsdóttir
Updated over 3 weeks ago

Inngangur

Núna geta þjónustuveitendur sem nota Noona sótt um vottun á lögvernduðum starfsheitum. Þetta framtak miðar að því að tryggja að neytendur geti auðveldlega borið kennsl á vottaða fagaðila, eins og hársnyrta, snyrtifræðinga, fótaaðgerðafræðinga og fleiri.

Afhverju erum við að ráðast í þessar breytingar?

Fagaðilar í þjónustugreinum hafa lengi lýst yfir þörf fyrir því að aðgreina sig frá ólærðum þjónustuveitendum á Noona markaðstorginu. Þessi uppfærsla mun varpa ljósi á vottaða fagaðila og hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir þegar þeir leita sér að þjónustu á markaðstorginu.

Hvað er nýtt?

  • Starfsmenn í ákveðnum iðngreinum, eins og til dæmis snyrtifræði, hársnyrtiiðn og fótaaðgerðafræði geta núna sótt um vottun á sínu lögverndaða starfsheiti í gegnum Noona HQ.

  • Vottaðir þjónustuveitendur fá sýnilegt merki um vottun við hliðina á nafninu sínu og prófílmyndinni sinni á markaðstorginu.

  • Neytendur sem nota Noona markaðstorgið geta með auðveldum hætti séð réttindi þeirra fagaðila sem þeir hyggjast bóka þjónustu hjá.

  • Einnig geta nemar fengið sérstakt merki.


Hvernig sæki ég um vottun?

Ef þú ert vottaður fagaðili og vilt sækja um staðfestingu á þínu lögverndaða starfsheiti á Noona, þá þarftu einfaldlega að fara í Noona HQ → Stillingar → Almennar stillingar.

Þar getur þú sent inn formlega umsókn um vottun, hér að neðan geturðu séð hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með sem sönnun um vottun.

💡Mikilvægt er að viðkomandi sem ætlar að sækja um vottun sé inn á sínum eigin Noona HQ aðgangi og sæki um þar í gegn en ekki inn á stofuaðgangnum.

Fótaaðgerðafræði

Fótaaðgerðafræðingar þurfa að senda inn viðhengi með mynd af starfsleyfi sínu sem fótaaðgerðafræðingur frá landlækni. Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga (FÍF) sér síðan um að fara yfir umsóknirnar.

Hársnyrtiiðn

Hægt er að sækja um vottun sem meistari, sveinn eða nemi. Félag hársnyrtimeistara og sveina (FHMS) sér síðan um að fara yfir umsóknirnar.

Meistara og sveinar

Til þess að sækja um vottun fyrir meistara eða sveina þá þarf að láta fylgja með mynd af meistara- eða sveinsbréfi.

Nemar

Til þess að sækja um merki fyrir nema þá þaf að láta fylgja með mynd af ferilbók til staðfestingar.

Snyrtifræði

Hægt er að sækja um vottun sem meistari, sveinn eða nemi. Félag íslenskra snyrtifræðinga (FÍS) sér síðan um að fara yfir umsóknirnar.

Meistara og sveinar

Til þess að sækja um vottun fyrir meistara eða sveina þá þarf að láta fylgja með mynd af meistara- eða sveinsbréfi.

Nemar

Til þess að sækja um merki fyrir nema þá þaf að láta fylgja með mynd af ferilbók til staðfestingar.

💡Ath. þú þarft ekki að vera meðlimur í viðkomandi fagfélagi til þess að geta sótt um vottun.


Hvernig virkar þetta eiginlega?

Þetta framtak er gert í samstarfi við hagsmunafélög hverrar iðngreinar fyrir sig. Þegar fagðili hefur sent inn beiðni um vottun, þá fær viðeigandi hagsmunafélag meldingu um að fagaðili sé að sækja um vottun. Einungis stjórnarmenn hagsmunafélaga hverrar iðngreinar fyrir sig geta samþykkt eða hafnað vottun á sínum meðlimum á Noona markaðstorginu. Vert er að taka fram að afgreiðsla á beiðni um vottun getur tekið allt að 72 tíma.

Dæmi:

Þegar snyrtifræðingur sækir um vottun á sínu lögverndaða starfsheiti, þá fær Félag íslenskra Snyrtifræðinga rafræna beiðni um að samþykkja vottunina. Aðili í stjórn FÍSF mun þá taka við rafrænu beiðninni og afgreiða hana eins fljótt og hægt er.

Did this answer your question?