Skip to main content
Bókhaldstenging við Payday

Tengdu Noona við Payday og fáðu sölurnar inn í bókhaldið í rauntíma.

Birna Jóhannsdóttir avatar
Written by Birna Jóhannsdóttir
Updated over a month ago

Ef þú ert að nota bókhaldskerfi Payday og sölukerfi Noona þá getur þú nú tengt kerfin saman á einfaldan hátt þannig að salan í Noona flæði beint inn í bókhaldið þitt. Þetta ætti því að geta sparað þér tímann og peninginn sem fer í bókhaldið.

Helstu eiginleikar samþættingarinnar

Reikningar, kreditreikningar og endurgreiðslur úr Noona skrást beint í færslubók í Payday. Athugið að endurgreiðslur þar sem aðeins hluti upphæðarinnar er endurgreidd koma ekki yfir í Payday.

Hver getur notað tenginguna?

Forkröfur þess að þú getir tengt sölukerfi Noona við Payday er að þú þarft að vera skráður í Allur pakkinn hjá Payday og vera í sölukerfinu hjá Noona. Þessi tenging kostar þig ekkert aukalega.

Tengja Payday við Noona

Hér að neðan getur þú bæði lesið, skref fyrir skref, hvernig þú tengir Payday við sölukerfi Noona eða horft á stutt myndband.

Myndband af því hvernig þú virkjar tenginguna:

Skref fyrir skref:

  1. Skráðu þig inn á Noona HQ aðganginn þinn.

  2. Smelltu á fellilistann uppi í hægra horninu.

  3. Smelltu á Stillingar (Settings).


  4. Undir Aðgangur (Account), veldu Apps.


  5. Finndu Payday appið og smelltu á Tengja (Install).


  6. Veittu Payday aðgang með því að smella á Samþykkja (Approve) takkann.


  7. Nýr gluggi með Payday ætti að opnast og þú skráir þig inn. Ef þú ert þegar skráð(ur) inn í Payday þá er þessu skrefi sleppt sjálfkrafa.

  8. Því næst birtist gluggi þar sem þú getur stillt Noona samþættinguna. Tengja þarf alla greiðslumáta í Noona við þá bókhaldslykla sem bóka á greiðslurnar á í Payday. Þú getur alltaf fundið þessar stillingar undir Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar í Payday. Þar ættir þú finna Noona í listanum.

Hvernig fjarlægi ég tenginguna ?

Þú fjarlægir tenginguna við Payday með því að fara undir Stillingar -> Aðgangur -> Apps og smella á ruslatunnuna við Payday appið. Ef það er engin ruslatunna og það stendur Tengja (Install) þá er appið ekki lengur tengt.


Eins og alltaf, ef þú ert með einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum spjallbúbbluna eða í síma 519-4040 💛

Did this answer your question?