Skip to main content
Sækja reikningsyfirlit fyrir viðskiptavini

Lærðu hvernig þú getur sótt yfirlit yfir alla reikninga fyrir viðskiptavini á ákveðnu tímabili.

Birna Jóhannsdóttir avatar
Written by Birna Jóhannsdóttir
Updated over a month ago

Oft þurfa viðskiptavinir yfirlit yfir reikningana sína og því er nauðsynlegt að geta sótt yfirlitið á einfaldan máta. Reikningsyfirlitið veitir viðskiptavinum þínum nákvæmar upplýsingar um fjárhagssamskipti sín við þitt fyrirtæki. Það getur t.d. nýst vel ef þau þurfa að sækja um endurgreiðslur hjá stéttarfélögum o.s.frv.

Hvernig sæki ég yfirlit?

Hér að neðan getur þú bæði lesið, skref fyrir skref, hvernig þú sækir viðskiptamannayfirlit eða horft á stutt myndband.

Myndband af ferlinu:

Skref fyrir skref:

  1. Þú byrjar á því að fara í valmyndina sem þú finnur uppi í vinstra horninu og lítur svona út: .

  2. Ferð undir skipulag og smellir á viðskiptavinir.

  3. Leitar eftir viðkomandi viðskiptavin.

  4. Hægra megin á viðskiptavinaspjaldinu skrollar þú niður þar til þú sérð "Nýjustu afgreiðslur".

5. Ýtir á sækja yfirlit og velur tímabilið sem þú vilt sækja.

Þar næst hleður þú niður PDF skjali sem þú getur síðan sent í pósti eða prentað út fyrir viðskiptavininn.

💡 Hér fyrir neðan er dæmi um hvernig yfirlitið lítur út


Eins og alltaf, ef þú ert með einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum spjallbúbbluna eða í síma 519-4040 💛

Did this answer your question?