Skip to main content
Sérsniðið útlit gjafabréfa

Hannaðu þín eigin gjafabréf sem endurspegla þá upplifun sem þú vilt skapa fyrir viðskiptavini.

Arna Dís Arnþórsdóttir avatar
Written by Arna Dís Arnþórsdóttir
Updated over a year ago

Gjafabréf eru ekki bara gjöf, heldur líka auglýsing fyrir fyrirtækið þitt, og því skiptir máli að útlit þess og ásýnd sé í takt við þá upplifun sem þú vilt skapa fyrir viðskiptavini. Með því að sérsníða útlit gjafabréfa getur þú hannað gjafabréf sem standa upp úr og endurspeglar þitt vörumerki og ímynd.

💡 Áður en þú byrjar að sérsníða útlitið á gjafabréfunum þarftu fyrst að stofna gjafabréfin. Smelltu hér til þess að læra hvernig það er gert.


Hvernig hanna ég mitt gjafabréf?

Hér að neðan getur þú bæði lesið, skref fyrir skref, hvernig þú hannar þín gjafabréf eða horft á stutt myndband.

Myndband af ferlinu:

Skref fyrir skref:

  1. Þú byrjar á því að fara í valmyndina sem þú finnur uppi í vinstra horninu og lítur svona út: .

  2. Ferð undir skipulag og smellir á gjafabréf.

  3. Smellir á þrjá punktana uppi í hægra horninu og velur stillingar gjafabréfa.

4. Velur það gjafabréf sem þú vilt sérsníða útlitið á, smellir þar aftan við á þrjá punktana og velur breyta gjafabréfi.

Nú geturðu byrjað að hanna þín gjafabréf. Þú getur bæði stjórnað upplýsingum sem eiga við gjafabréfið sem og útliti.

Stillingaratriði

Upplýsingar

  • Titill

    • Sá titill sem þú vilt hafa á gjafabréfinu.

  • Gildistími

    • Hve lengi viltu að gjafabréfið gildi.

  • Verðlagning

    • Verðgildi og söluverð gjafabréfs.

  • Lýsing sem birtist á gjafabréfinu í netsölu

    • Texti sem birtist hjá gjafabréfinu í netsölu.

  • Texti sem birtist á gjafabréfinu

    • Texti sem mun birtast á gjafabréfinu ef það er prentað út.

Útlit

  • Mynd efst á gjafabréfi

    • Mynd sem birtist efst á gjafabréfinu.

  • Mynd neðs á gjafabréfi

    • Mynd sem birtist neðst á gjafabréfinu.

  • Bakgrunnslitur

    • Litaþema á gjafabréfinu.

Sýnishorn af gjafabréfinu

Farðu undir útlit og smelltu þar neðst á sækja og skoðað hvernig gjafabréfið mun líta út.

Passar í umslög

Hvort sem þú selur gjafabréfið í gegnum netið eða á stofunni hjá þér þá hefur þú möguleikann á því að prenta það út. Gjafabréfin eru sérstaklega sett þannig upp að það sé hægt að brjóta þau saman í þrennt þannig að það passi í umslag.


Eins og alltaf, ef þú ert með einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum spjallbúbbluna eða í síma 519-4040 💛

Did this answer your question?