Skip to main content

Gjafabréf

Allt sem þú þarft að vita til að búa til, halda utan um og selja gjafabréf í gegnum stofuna þína, vefsíðuna og á Noona.

Hafsteinn Björn Gunnarsson avatar
Written by Hafsteinn Björn Gunnarsson
Updated over 4 months ago

Gjafabréfasala er sniðug leið til þess að auka tekjur og sýnileika, ásamt því að ná til nýrra viðskiptavina og skapa þannig tækifæri fyrir fleiri að uppgötva og upplifa vörur og þjónustu þína.

Hvort sem þú vilt selja gjafabréf á stofunni hjá þér, á netinu eða hvort tveggja þá geturðu gert það allt á sama staðnum með Noona.

Það er afar einfalt að setja upp og selja gjafabréf í gegnum Noona. Þessi grein tekur þig skref fyrir skref í gegnum ferlið:

Setja upp uppgjörsreikning

Fyrsta skrefið snýst einfaldlega um að setja upp uppgjörsreikning sem þú vilt nota til að fá greiðslur vegna gjafabréfasölu millifærðar á þig.

Ef þú ert nú þegar að taka við netgreiðslum í gegnum Noona eða hefur tengt uppgjörsreikning við Noona HQ, þá geturðu sleppt þessu skrefi.

Ef þú hefur ekki verið að taka við netgreiðslum í gegnum Noona þarftu að fylla út þetta form svo við getum sótt um greiðslugátt hjá Teya fyrir þig.

Teya mun síðan senda þér tölvupóst með verðum og skilmálum sem þú þarft að samþykkja. ATH: heildarþóknun fyrir gjafabréfasölu á Noona er 1.9%

Setja upp gjafabréf

Það eru nokkrar tegundir af gjafabréfum sem þú getur selt í gegnum Noona.

  • Gjafabréf í þjónustu: gjafabréf fyrir ákveðna þjónustu, til dæmis gjafabréf í 60 mín. Heilsunudd

  • Klippikort: x mörg skipti af ákveðinni þjónustu, til dæmis þar sem viðskiptavinur fær gjafabréf í 10 klippingar en greiðir fyrir 9.

  • Gjafabréf fyrir ákveðinni upphæð: gjafabréf fyrir skilgreinda upphæð, til dæmis gjafabréf upp á 30.000 kr.

  • Frjáls upphæð: viðskiptavinur velur upphæðina á gjafabréfinu sjálfur

Búa til gjafabréf

  1. Farðu í Stillingar > Sala > Gjafabréf (sjá myndband ⬇️)

  2. Ýttu á "+ Bæta við" og veldu hvers konar týpu af gjafabréfi þú vilt stofna.


  3. Hakaðu við Selja á netinu ef þú vilt að gjafabréfið sé til sölu á Noona:


  4. Fylltu út aðrar upplýsingar um gjafabréfið, svo sem titil, þjónustu, söluupphæð og lýsingu eftir því sem við á.
    💡 Ath: þú getur séð skýringu á hverjum lið með því að smella á, sjá hér:


  5. Smelltu á flipann Útlit til þess að setja upp útlitið á gjafabréfinu eins og þú vilt að það birtist fyrir viðskiptavinum.

    1. Mynd efst á gjafabréfi (kemur best út í hlutföllunum 1:1).

    2. Mynd neðst á gjafabréfi (kemur best út í hlutföllunum 2:1).

    3. Smelltu átil þess að breyta texta- og bakgrunnslit.

    4. Smelltu á Sækja til að sjá sýnidæmi um það hvernig gjafabréfið mun líta út fyrir viðskiptavinum.

    5. Frekari upplýsingar um uppsetningu á útliti gjafabréfa má finna hér: Sérsniðið útlit gjafabréfa

  6. Smelltu á Búa til gjafabréf til þess að stofna gjafabréfið:


  7. Gjafabréfin sem þú stofnar munu öll birtast á listanum undir Gjafabréf í stillingum:

    💡 Gott að vita: Gjafabréf sem eru til sölu á netinu eru merkt með bláu , en gjafabréf sem eru ekki til sölu á netinu eru merkt með gráu .

👏 Vel gert! Nú ertu komin/n með gjafabréf í sölu á Noona og getur farið að huga að því að láta viðskiptavini þína vita.

Ef þú vilt nánari upplýsingar um hverja tegund af gjafabréfi eru þær að finna hér að neðan:

Ef allt er skýrt hingað til varðandi að stofna gjafabréfin sjálf geturðu farið beint yfir í næsta kafla:

Gjafabréf í þjónustu

Gjafabréf í þjónustu gilda fyrir eitt skipti af þjónustu sem þú skilgreinir, til dæmis gjafabréf í eina klippingu eða eitt nudd.

Stofnaðu gjafabréf í þjónustu með því að fara í Stillingar > Sala > Gjafabréf > Bæta við > Gjafabréf í þjónustu.

Hér þarftu að fylla inn upplýsingar fyrir gjafabréfið:

  • Selja á netinu: Hakaðu hér við ef þú vilt að gjafabréfið sé til sölu á netinu.

  • Þjónusta: Veldu þjónustu sem þetta gjafabréf á að gilda fyrir.

  • Titill: Veldu titil á gjafabréfið sem viðskiptavinir sjá við val og kaup á gjafabréfinu.

  • Gildistími: Segir til um það hve lengi gjafabréfið er í gildi eftir að það hefur verið keypt.

  • Verðgildi: Þetta er verðið á þjónustunni sem þú hefur valið eins og það kemur fram í þjónustulistanum hjá þér.

  • Söluverð: Þú getur hér valið söluverðið fyrir þetta gjafabréf. Ef þú vilt rukka fullt verð hefurðu söluverðið jafn hátt og Verðgildi, en ef þú vilt gefa „sértilboð“ geturðu lækkað verðið hér.

  • Lýsing á gjafabréfinu í netsölu: Þessi lýsing á gjafabréfinu er sýnileg í netsölu.

  • Texti sem birtist á gjafabréfi: Þessi texti mun birtast á útprentuðu gjafabréfi.

Eins og fyrir önnur gjafabréf geturðu einnig sérsniðið útlitið á gjafabréfinu undir flipanum Útlit.

Klippikort

Klippikort gilda fyrir ákveðið mörg skipti af þjónustu sem þú skilgreinir, til dæmis 10 fótasnyrtingar.

Stofnaðu klippikort með því að fara í Stillingar > Sala > Gjafabréf > Bæta við > Klippikort.

Hér þarftu að fylla inn upplýsingar fyrir klippikortið:

  • Selja á netinu: Hakaðu hér við ef þú vilt að gjafabréfið sé til sölu á netinu.

  • Þjónusta: Veldu þjónustu sem þetta gjafabréf á að gilda fyrir.

  • Titill: Veldu titil á gjafabréfið sem viðskiptavinir sjá við val og kaup á gjafabréfinu.

  • Fjöldi skipta: Segir til um það fyrir hversu mörg skipti þetta gjafabréf gildir af völdu þjónustunni.

  • Gildistími: Segir til um það hve lengi gjafabréfið er í gildi eftir að það hefur verið keypt.

  • Verðgildi: Heildarkostnaður þjónustu, ef greitt væri fyrir hana án gjafabréfs.

  • Söluverð: Þú getur hér valið söluverðið fyrir þetta gjafabréf. Ef þú vilt rukka fullt verð hefurðu söluverðið jafn hátt og Verðgildi, en ef þú vilt gefa „sértilboð“ geturðu lækkað verðið hér.

  • Lýsing á gjafabréfinu í netsölu: Þessi lýsing á gjafabréfinu er sýnileg í netsölu.

  • Texti sem birtist á gjafabréfi: Þessi texti mun birtast á útprentuðu gjafabréfi.

Eins og fyrir önnur gjafabréf geturðu einnig sérsniðið útlitið á gjafabréfinu undir flipanum Útlit.

Gjafabréf fyrir ákveðinni upphæð

Gjafabréf fyrir ákveðinni upphæð veita handhafa gjafabréfsins inneign upp á ákveðna upphæð sem þú skilgreinir.

Stofnaðu gjafabréf fyrir ákveðinni upphæð með því að fara í Stillingar > Sala > Gjafabréf > Bæta við > Gjafabréf fyrir ákveðinni upphæð.

Hér þarftu að fylla inn upplýsingar fyrir gjafabréfið:

  • Selja á netinu: Hakaðu hér við ef þú vilt að gjafabréfið sé til sölu á netinu.

  • Gildistími: Segir til um það hve lengi gjafabréfið er í gildi eftir að það hefur verið keypt.

  • Verðgildi: Hér velurðu upphæð inneignarinnar sem gjafabréfið á að gilda fyrir.

  • Söluverð: Þú getur hér valið söluverðið fyrir þetta gjafabréf. Ef þú vilt rukka fullt verð hefurðu söluverðið jafn hátt og Verðgildi, en ef þú vilt gefa „sértilboð“ geturðu lækkað verðið hér.

  • Lýsing á gjafabréfinu í netsölu: Þessi lýsing á gjafabréfinu er sýnileg í netsölu.

  • Texti sem birtist á gjafabréfi: Þessi texti mun birtast á útprentuðu gjafabréfi.

Eins og fyrir önnur gjafabréf geturðu einnig sérsniðið útlitið á gjafabréfinu undir flipanum Útlit.

Gjafabréf með frjálsri upphæð

Ef þú vilt líka bjóða viðskiptavinum að kaupa gjafabréf fyrir upphæð að þeirra vali, þarftu einfaldlega að fara í gjafabréfasvæðið undir Stillingar > Sala > Gjafabréf og smella í hakið við Gjafabréf með frjálsri upphæð ✅:


Birta og selja gjafabréf á Noona

Hvar birtast gjafabréfin mín á Noona?

Viðskiptavinir þínir geta fundið og keypt gjafabréfin á prófílnum þínum í Noona appinu og á noona.is:

Gjafabréfin þín birtast einnig:

  • Á sérstöku gjafabréfasvæði á Noona sem birtist öllum sem skoða markaðstorgið.

  • Á staðfestingarsíðunni sem kemur upp þegar viðskiptavinir bóka hjá þér.

  • Þeir sem eru með þig í „uppáhalds” á Noona munu sjá gjafabréfin þín á heimaskjánum sínum í appinu.

Get ég selt gjafabréfin á vefsíðunni minni?

Já, þú getur bætt við takka inn á heimasíðuna þína sem beinir viðskipavinum inn á hlekk þar sem hægt er að kaupa gjafabréfin. Hlekkinn finnur þú með því að fara inn í Valmyndina upp í hægra horninu > Stillingar > Sýnileiki og Vefslóð á Noona.

Aftan við þá slóð bætir þú síðan við "/vouchers".

💡 Þú getur líka notað þessa vefslóð til þess að deila gjafabréfasíðunni þinni með viðskiptavinum, til dæmis ef þú vilt auglýsa gjafabréfin þín á samfélagsmiðlum.

Hvernig eru gjafabréfin keypt?

Svona geta viðskiptavinir keypt gjafabréf á Noona:

  1. Viðskiptavinur velur gjafabréf sem á að kaupa.

  2. Skrifar persónuleg skilaboð með gjafabréfinu.

  3. Velur sendingarmáta. Hægt er að velja um að senda gjafabréfið rafrænt í gegnum Noona aðgang, tölvupóst og SMS skilaboð eða fá fallega hannað PDF skjal sent í tölvupósti eða SMS skilaboðum sem síðan er hægt að prenta út og gefa viðkomandi.

  4. Greiðir.

Hvernig berast keypt gjafabréf til viðskiptavina?

Þegar viðskiptavinir hafa keypt gjafabréf fá þau staðfestingartölvupóst þar sem þau geta sett gjafabréfið í Apple Wallet eða Google Wallet og PDF skjal sem gerir þeim kleift að prenta gjafabréfið út.

Dæmi um tölvupóst vegna gjafabréfakaupa má sjá hér:

💌 Passar í umslög: Hvort sem þú selur gjafabréfið í gegnum netið eða á stofunni hjá þér þá er alltaf hægt að prenta það út. Gjafabréfin eru sérstaklega uppsett svo að hægt sé að brjóta þau saman í þrennt og setja í umslag.

Í Noona appinu geta viðskiptavinir þínir líka séð stöðu gjafabréfa og klippikorta sem þau eiga og bætt þeim við í Apple/Google Wallet:

Utanumhald og notkun á gjafabréfum

Þessi kafli svarar ýmsum spurningum sem koma gjarnan upp varðandi utanumhald á gjafabréfum í Noona HQ.

Þessar spurningar munu ekki allar eiga við fyrir þínar aðstæður, svo það getur verið þægilegt að nota efnisyfirlitið hér til hægri til þess að hoppa inn í þá kafla sem þér gætu fundist mikilvægir 👉

Noona HQ gerir það einfalt fyrir þig að halda utan um alla gjafabréfasölu á sama stað.

Þar geturðu gefið út ný gjafabréf, haft yfirsýn um stöðu þeirra og gildistíma og innleyst þau á þægilegan máta þegar viðskiptavinir vilja nýta þau.

Hvar sé ég öll keypt gjafabréf og stöðuna á þeim?

Þú getur fundið öll gjafabréf sem hafa verið keypt hjá þér með því að smella á:
Skýrslur > Gjafabréf. Sjá myndband hér:

Hér finnurðu lista yfir öll útgefin gjafabréf ásamt upplýsingum um þau, svo sem Númer, Upphæð, Söluupphæð, Eftirstöðvar, Kúnni, Staða.

Ef gjafabréfið er keypt á netinu geturðu líka fundið yfirlit yfir allar netgreiðslur fyrir gjafabréf á sama svæði undir Skýrslur > Netgreiðslur.

💡Gott að vita: Gjafabréf sem hafa verið útgefin og eru tengd við viðskiptavin geturðu líka fundið á viðskiptavinaspjaldinu undir Inneign. Sjá mynd:

Hvað geri ég þegar viðskiptavinur vill nota gjafabréfið sitt?

Þú getur bæði leyft viðskiptavinum að innleysa og þannig greiða með gjafabréfinu við bókun á Noona eða innleyst það í gegnum Noona HQ þín megin.

Hér að neðan eru leiðbeiningar fyrir hvert tilfelli:

Greiðslur með gjafabréfum í sölukerfinu

Ef þú ert að nota sölukerfið opnarðu tímabókunina og velur Afgreiða ➡️ Greiða ➡️ velur greiðslumátann gjafabréf og setur þar inn kóðann á gjafabréfinu. Ef gjafabréfið sem er innleyst byggist á gömlu númerakerfi getur þú sleppt því að setja inn kóðann.

Ef viðskiptavinurinn er tengdur við gjafabréfið mun það koma undir inneign í söluferlinu.

Greiðslur með gjafabréfum ef þú ert ekki í sölukerfinu

Ef þú ert ekki með sölukerfið er hægt að fara í Sala → Gjafabréf og ýta á bláa "Nota gjafabréf" takkann til þess að innleysa gjafabréf.

Selja gjafabréf á staðnum í gegnum sölukerfið

Ef þú ert í áskrift að sölukerfi Noona geturðu líka gefið út og selt gjafabréf á staðnum.

Þegar þú ert að afgreiða í gegnum sölukerfið geturðu smellt á Gjafabréf þar sem þú sérð yfirlit yfir öll gjafabréf sem þú getur selt á staðnum. Hér muntu bæði geta selt gjafabréf sem eru í sölu á netinu og gjafabréf sem eru ekki til sölu á netinu. Sjá mynd hér:

💡 Gott að vita:

  1. Þegar þú afgreiðir í gegnum 'Ný Sala' þá er góð venja að tengja viðskiptavininn sem að er að kaupa gjafabréfið við söluna. Þá verður gjafabréfið tengt við viðskiptavininn sem auðveldar utanumhald.

  2. Ef þú ert að selja gjafabréf fyrir ákveðna upphæð en vilt selja það fyrir lægra verð, geturðu valið Frjáls upphæð gjafabréfið, valið upphæðina fyrir gjafabréfið sjálft en breytt síðan upphæðinni sem kúnninn á að greiða fyrir það undir Stykkjaverð. Sjá mynd, hér er til dæmis 10.000 kr. inneign seld á 7.500 kr.:

Afhending gjafabréfa sem eru seld í sölukerfinu

Þegar viðskiptavinir þínir kaupa gjafabréf á stofunni hjá þér þá getur þú valið um að senda viðskiptavinum gjafabréfið á rafrænu formi, prentað það út fyrir þau eða notað þitt eigið útprentaða gjafabréf.

1. Notaðu þitt eigið útprentaða gjafabréf

Við lok sölu gjafabréfa og klippikorta þá færðu upp kóða sem birtist á reikningnum. Þann kóða getur þú skrifað á útprentaða gjafabréfið.

Hér má sjá dæmi um kvittun með kóða:

2. Sendu gjafabréfið á viðskiptavin í tölvupósti

Þegar þú hefur klárað söluna getur þú sent viðkomandi gjafabréfið í tölvupósti.

3. Prenta út gjafabréfið á staðnum

Í staðin fyrir að senda gjafabréfið á viðskiptavininn í tölvupósti getur þú sent það á netfangið ykkar og prentað það út.

Bókhaldið

Hér eru nokku mikilvæg atriði fyrir bókhaldið.

Teya sér um að gera upp við þig fyrir gjafabréfum og klippikortum og þú getur nálgast uppgjörið frá þeim í gegnum Teya aðganginn þinn.

Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga:

  1. Söluaðili þarf að greiða skatt af seldum klippikortum og gjafakortum á því tímabili sem það er selt.

  2. Útskattur er líka bókaður af sölu eins og vanalega þegar að klippikort/gjafakort eru notuð.

  3. Bókari getur farið inn í “Gjafabréf” skýrslu til að núlla út útskatt miðað við notkun klippikorta/gjafabréfa, svo að söluaðili borgi bara vaskinn einu sinni.

Þú getur fundið og sótt yfirlit um öll uppgjör vegna netgreiðslna gegnum Noona á Teya aðganginum þínum.


Hefurðu spurningar um gjafabréfin?

Ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum spjallbúbbluna til hægri💛

Did this answer your question?