Skip to main content
Allt um Noona Pay

Í þessari grein mun ég fara yfir hvaða möguleikar fylgja Noona Pay

Anna Dís avatar
Written by Anna Dís
Updated over 5 months ago

Hvað er Noona Pay?

Noona Pay gerir þér kleift að taka við greiðslum þegar viðskiptavinir bóka tíma hjá þér á Noona. Hægt er að leyfa þeim að velja um að klára greiðslu við bókun og/eða krefjast staðfestingargjalds. Afar einfaldar í uppsetningu og hægt að sérsníða eins og þér hentar.

Þú getur annað hvort bókað símtal með sölufulltrúa, horft á myndbandið eða lesið þessa hjálpargrein til þess að læra allt sem þú þarft að vita um Noona Pay✨


Hvernig virkja ég Noona Pay?

  1. Tengir Teya aðganginn þinn við Noona HQ. Ef þú ert ekki búin/-n að tengja Teya nú þegar eða átt ekki Teya aðgang þá ferðu fyrst í gegnum skrefin hér í gegn.

  2. Ef þú ert verktaki þá ferðu í gegnum skrefin hér í gegn en ef þú ert eigandi þá ferðu undir 'netbeiðnir' - smellir á 'virkja fyrirframgreiðslur'.


Sérsniðnar lausnir

Þegar tengingin við Teya er komin þá getur þú byrjað að sésníða Noona Pay stillingarnar að þínum þörfum.

Það koma nefnilega margir möguleikar til greina, eins og t.d. hvort þú viljir einungis hafa staðfestingargjald í ákveðnar þjónustur eða fyrir ákveðna starfsmenn. Hvort þú viljir að það sé valkvæmt fyrir viðskiptavinin að borga í gegnum netið og margt fleira.

Hér fyrir neðan ætla ég að taka saman nokkur notkunartilvik sem ættu að hjálpa þér að finna hvað hentar þér og þinni stofu best.

Mismunandi möguleikar eftir því hvað hentar þér best

1. Að krefjast staðfestingargjalds

Staðfestingargjaldið er gjald sem að þú verður að borga til þess að geta bókað. Með þessu gjaldi er viðskiptavinur að staðfesta mætingu sína og með því getur þú verið viss um að fá alltaf eitthvað fyrir þinn tíma. Þetta getur líka leitt til þess að viðskiptavinurinn er líklegri til þess að mæta í tímann eða afbókar með nægum fyrirvara. Að vera með staðfestingargjald getur einnig einfaldað lífið fyrir þig þar sem þú þarft ekki að elta uppi skrópkröfur.

2. Leyfa valkvæma fulla fyrirframgreiðslur

Þegar þú leyfir fulla fyrirframgreiðslu þá getur viðskiptavinurinn valið hvort greitt sé fyrir allan tímann við bókun eða þegar mætt er í tímann. Þessi leið hentar þeim vel sem hafa lítinn tíma í afgreiðslu auk þess gefur þetta þriðja aðila kleift að greiða auðveldlega fyrir tímann. Ef þú selur gjafabréf og/eða klippikort á Noona þá geta viðskiptavinir líka nýtt þau við bókun. Þú finnur nánari upplýsingar um gjafabréf og klippikort hér í gegn.

3. Bæði staðfestingargjald og valkvæm fyrirframgreiðsla

Viðskiptavinur greiðir t.d. 50% staðfestingargjald en getur líka klárað að borga allan tímann fyrirfram ef hann kýs það.

Frekari stillingar

Þú getur auk þess sérsniðið stillingar bæði fyrir ákveðnar þjónustur en einnig ákveðna starfsmenn. T.d. ef það eru ákveðnir starfsmenn sem vilja ekki hafa staðfestingargjald sín megin eða ef þú villt hafa ákveðnar þjónustur með mishátt prósentugjald.


Bókunarflæðið fyrir viðskiptavini


Uppgjör og endurgreiðslur

Hvernig veit ég hvort það sé búið að greiða fyrir tímann?

Ef þú rennir músinni yfir tímann þá sérðu upplýsingar um hvort það sé búið að greiða fyrir tímann. Það er ekki nauðsynlegt að nota sölukerfið ef þú ert að nota Noona Pay en fyrir þá sem eru að nota sölukerfið þá er einnig gert ráð fyrir fyrirframgreiðslunni þegar að tíminn er afgreiddur í sölukerfinu.

Hvenær fæ ég greitt fyrir tímann?

Við gerum upp við þig daglega. Ef tími er fyrirframgreiddur á Noona mun greiðslan skila sér til þín daginn eftir að tíminn átti sér stað, að einu undanskildu; ef tími er bókaður daginn fyrir eða samdægurs mun greiðsla fyrir þann tíma berast 48 tímum seinna.

Hvernig virka endurgreiðslur?

Viðskiptavinir fá sjálfkrafa endurgreitt ef afbókað er innan þíns afbókunarramma. Einnig getur þú endurgreitt tímann með því að smella á bókunina í Noona HQ.

Uppgjör á eigin reikning (verktakar)

Ef þú ert verktaki á stofu eða ert með verktaka í vinnu hjá þér að þá er þessi leið frábær þar sem þú getur núna beint greiðslunni á mismunandi reikninga. Þetta gerir það að verkum að þú þarft ekki að eyða tíma í að gera upp netgreiðslurnar þín megin ef þú ert eigandi og er auk þess afar þægilegt fyrir verktaka þar sem greiðslan fer beint inn á þinn eigin reikning. Ef þú ert verktaki eða ert með verktaka í vinnu þá mæli ég með að ýta hér.


Endilega smelltu hér til þess að bóka símtal frá okkur um fyrirframgreiðslur 📞
Hlökkum til að heyra frá þér! ❤️

Did this answer your question?