Skip to main content
Fyrir bókarann

Sölukerfi Noona er frábær leið til þess að vera með allt á einum stað en það getur verið flókið að átta sig á því hvað á að senda á bókarann

Elín Inga avatar
Written by Elín Inga
Updated over a week ago

Með sölukerfi Noona getur þú skoðað 8 mismunandi tegundir af skýrslum og getur einnig nýtt þér ítarlega leit til þess að fá akkúrat upplýsingarnar sem að þig vantar.

Við skiljum vel að það getur verið flókið að átta sig á því hvaða skýrslu á að senda á bókarann. En engar áhyggjur! Við erum með frábært ráð til þess að auðvelda þér lífið.
Til þess að hafa allt sem einfaldast mælum við með að búa til sér aðgang fyrir bókarann og nota hlutverkastillingarnar til þess að gefa bara þær upplýsingar sem að þarf. Við munum fara vel yfir hvernig það er gert hér að neðan 😊


Senda skýrslur


Til þess að finna skýrslurnar er byrjað á því að fara í SalaSkýrslur.
Algengast er að senda skýrslurnar "Sala eftir starfsmönnum" og "Sala eftir greiðsluleiðum" eftir því hversu nákvæmar skýrslurnar þurfa að vera.

Þegar að "Sala eftir starfsmönnum" er skoðuð er hægt að fara í ítarlega leit til þess að velja hvaða starfsmenn eru sýndir.
Því næst er tímabilið valið með því að smella á stikuna sem að sýnir núverandi mánuð.

Í "Sala eftir greiðsluleiðum" skýrslunni er engin ítarleg leit heldur þarf einungis að velja tímabilið.

Þegar að rétt tímabil, útgefandi og/eða starfsmaður hefur verið valinn er smellt á "Sækja skýrslu" sem að hleður skýrslunni niður sem pdf skjali. Skjalið þarf svo að senda áfram til bókarans og þá er allt klárt 😄✨


Búa til aðgang fyrir bókarann


Að búa til aðgang fyrir bókarann getur virðst sem óþarflega mikið mál fyrst en um leið og aðgangurinn er kominn upp þarftu aldrei að muna eftir því að senda réttu skýrslurnar á réttum tíma! 🎉

Best er að byrja á því að búa til nýtt hlutverk. Þetta er gert undir Stillingar → Hlutverk → + Bæta við hlutverki → Setja heiti hlutverks t.d. sem "Bókari" → Velja hvort það eigi að byggja hlutverkið á eiganda eða starfsmanni (það skiptir engu máli 😉)

Þá er komið að því að stilla bókara hlutverkið. Það eina sem bókarinn þarf er aðgangur að sölu og skýrslum svo við mælum með því að hafa bara hakið eftir á þessum tveimur leyfum og taka hakið af hinum:

Núna er hlutverkið tilbúið og næst á dagskrá að gefa bókaranum aðgang. Þetta er gert á sama hátt og þegar að nýjum starfsmönnum er bætt við: farðu í Skipulag → Starfsmenn → Nýr starfsmaður + → Settu inn nafn og netfang bókarans → Setja hlutverk sem "Bókari" eða það sem að þú kallaðir nýja hlutverkið í skrefinu hér að ofan → passa að taka hakið af "Birta starfsmann á dagatali"

Þetta er þá það sem að bókarinn sér á aðgangnum sínum:


Ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum spjallbúbbluna ef að eitthverjar spurningar vakna ❤️💬






Did this answer your question?