Skip to main content
Hvað er Noona Paylink?

Ný tegund greiðslulausnar í Noona HQ

Arna Dís Arnþórsdóttir avatar
Written by Arna Dís Arnþórsdóttir
Updated over 6 months ago

Hvað er Noona Paylink?

Ný tegund af greiðslulausn sem gerir þér kleift að rukka viðskiptavini með því að senda rukkun beint í símann þeirra með einum smelli.

Hvernig virkar Noona Paylink?

Í gegnum sölukerfið velur þú greiðslumátann 'Noona Paylink' og um leið sendist greiðslubeiðni í síma viðskiptavinarins. Ef viðkomandi á Noona aðgang sendist greiðslubeiðnin í Noona appið en ef ekki þá sendist greiðslubeiðnin í SMS skilaboði. Viðkomandi opnar síðan annað hvort sms skilaboðin eða Noona appið og greiðir þar í gegn. Hægt er að velja um að greiða með Apple Pay, Google Pay eða kortinu sínu sem hægt er að vista í appinu.

Af hverju Noona Paylink?

Aukin þægindi: Þú þarft ekki neitt utanaðkomandi tæki til þess að nota Noona Paylink heldur sendurðu einfaldlega greiðslubeiðni með einum smelli úr sölukerfinu. Ótrúlegt?

Ein greiðsla í staðin fyrir tvær: Viðskiptavinir þínir þurfa ekki lengur að greiða fyrir vöruna í einn posa og þjónustuna í annan posa heldur greiðir fyrir bæði vöru og þjónustu í einni og sömu greiðslunni. Við sjáum síðan um að skipta greiðslunni og leggja inn á réttan bankareikning. Sniðugt fyrir þá sem eru með verktaka.

Öruggar færslur: Greiðslur sem gerðar eru í gegnum Noona Paylink eru öruggar og áreiðanlegar, það gefur bæði þér og viðskiptavininum hugarró.

Straumlínulögun: Með því að nota Noona Paylink heldur þú utan um reksturinn á sama stað sem gerir það auðveldara að halda utan um bókhaldið og fylgjast með hvort það hafi verið greitt fyrir tímann.


Hvernig byrja ég að nota Noona Paylink?

1. Stofna aðgang hjá Teya: Teya sér um færsluhirðinguna og því þarft þú að vera með aðgang hjá þeim til þess að geta notað Noona Paylink

  • Ef þú ert nú þegar með posatengingu við sölukerfið þá geturðu farið strax yfir í skref 2.

  • Ef þú ert verktaki þá ferðu í gegnum skrefin hér.

  • Ef þú átt ekki Teya aðgang þá geturðu haft samband í síma 519-4040 eða sent okkur skilaboð í spjallbúbbluna hér í hægra horninu og við kippum því í lag. Það er alveg frítt að stofna aðgang.

2. Tengdu Teya reikninginn þinn við Noona HQ: Næst tengir þú Teya aðganginn við Noona HQ aðganginn þinn. Það er gert undir 'stillingar' og 'tengingar'.

Nánari upplýsingar hér.

3. Virkjaðu netgreiðslur: Eftir að þú hefur tengt Teya við Noona HQ aðganginn þinn þá mun 'Noona Paylink hnappurinn' sjálfkrafa birtast í sölukerfinu.

Did this answer your question?