Skip to main content
Birgðakerfi

Í þessari grein mun ég fara yfir hvernig hægt er að halda utan um birgðir í sölukerfi Noona.

Arna Dís Arnþórsdóttir avatar
Written by Arna Dís Arnþórsdóttir
Updated over a year ago

Með birgðakerfinu færð þú aukna yfirsýn yfir vörusöluna hjá þér. Þar af leiðandi getur þú verið viss um að vinsælustu vörurnar séu til á lager sem og þú eigir ekki full hilla af vörum sem seljast hægar.

Setja upp birgðastöðu

Þú byrjar á að smella á merkið af grafinu sem þú finnur á stikunni uppi í vinstra horninu. Svona lítur merkið út . Þar með opnast síða með öllu sem tengist sölukerfinu.

Því næst ferðu undir sala - vörulisti.

Í vörulistanum getur þú sett inn og uppfært birgðastöðu fyrir hverja vöru fyrir sig. Smellt er á viðkomandi vöru og fjöldinn er tilgreindur inn í reitinn fyrir neðan þar sem stendur birgðastaða.

Breyta birgðastöðu

Þegar þú þarft að uppfæra birgðastöðuna, eins og t.d. þegar ný sending af vörum kemur í hús, þá er það gert alveg eins og þegar þú setur upp birgðastöðuna í fyrsta skipti.

Yfirsýn

Birgðastaðan er einnig sýnd á vörulistanum svo þú fáir fljótlegt yfirlit yfir það sem til er á lager.

Hvernig uppfærist birgðastaðan?

Birgðastaðan er beintengd sölukerfi Noona. Það þýðir að þegar vara er seld í gegnum sölukerfið þá uppfærist birgðastaðan sjálfkrafa og magnið lækkar. Það sama gerist þegar vörur eru endurgreiddar eða skilað, þá hækkar birgðastaðan sjálfkrafa.

Vara ekki til á lager

Ef það eru fleiri stykki en birgðastaðan segir til um valin í söluferlinu þá birtist appelsínugulur reitur fyrir neðan magnið sem hefur verið valið í sölunni (sjá á mynd).

Þar með passar birgðakerfið upp á að vörur sem eru ekki til séu seldar.

Ef varan er til en það á eftir að uppfæra birgðastöðuna þá er enn hægt að selja vöruna en þessi hér gluggi mun poppa upp sem minnir á að uppfæra birgðastöðuna.


Endilega hafðu samband við okkur í síma 519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna ef eitthverjar spurningar vakna og/ef þú ert með einhverjar ábendingar 💛

Did this answer your question?