Skip to main content
Tengja Teya aðgang við Noona HQ

Í þessari grein fer ég yfir hvernig þú tengir Teya við Noona HQ. Ef þessi tenging er virk getur þú notað Noona Pay, Noona gjafabréf og/eða Noona Paylink.

Arna Dís Arnþórsdóttir avatar
Written by Arna Dís Arnþórsdóttir
Updated over a year ago

Af hverju þarf ég Teya aðgang?

Til þess að taka við greiðslum í gegnum Noona appið eða nota Noona Paylink þarftu að eiga Teya aðgang. Noona er í samstarfi við Teya og sjá þau um KYC ferlið. KYC skammstöfnin vísar til Know You Customer eða Þekktu viðskiptavininn þinn á íslensku og er skylduferli til þess að staðfesta auðkenni viðskiptavinar þegar kemur að greiðslum í gegnum netið. Með slíku ferli erum við að ganga úr skugga um að viðskiptavinur sé í raun og veru þeir sem þeir segjast vera.

Hvað gerir Teya?

Teya, áður SaltPay, er fjártæknifyrirtæki, stofnað í Bretlandi árið 2019, með það meginmarkmið að skapa greiðslu- og hugbúnaðarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Teya hjálpar fyrirtækjum að sjálfvirknivæða og einfalda reksturinn.

Þú getur lesið meira um Teya hér.

Ekki með Teya aðgang?

Ef þú átt ekki Teya aðgang en þig langar til þess að taka við greiðslum í gegnum Noona þá hjálpum við þér að græja slíkt. Þú getur annað hvort haft samband símleiðis:

519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna hér í neðra hægra horninu 🤝

Ath.: Þú getur byrjað að taka við greiðslum á Noona strax eftir að við höfum hafið ferlið við að stofna Teya aðgang fyrir þig - allar greiðslur sem berast verða síðan gerðar upp þegar uppgjörsreikningurinn hefur verið samþykktur.

Nú þegar með Teya aðgang?

Þú þarft að fara í gegnum eftirfarandi skref til þess að tengja Noona HQ og Teya saman:

1. Farðu undir Stillingar - Tengingar og smelltu á Tengja hjá Teya merkinu:

2. Þá ætti Teya innskráningar glugginn að opnast þín megin:

3. Skráir þig inn á Teya aðganginn þinn - ef þú mannst ekki lykilorðið þá er hægt að ýta á Gleymt lykilorð.

4. Þegar þú ert búin/n að því þá ferðu sjálfkrafa aftur yfir á Noona HQ.

5. Að lokum setur þú upp Noona Pay, gjafabréf og/eða Noona Paylink - Smelltu hér.

💡 Þessi Teya tenging býður líka upp á að þú getir tengt Teya posann þinn við sölukerfi Noona. Það virkar þannig að þegar sala er afgreidd hoppar upphæðin beint inn í posann. Þú getur smellt hér til að klára uppsetningu á posatengingu við sölukerfi Noona.


Endilega hafðu samband við okkur í síma 519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna ef eitthverjar spurningar vakna og/ef þú ert með einhverjar ábendingar 💛

Did this answer your question?