Skip to main content
Tengja Teya posa við sölukerfi Noona

Í þessari hjálpargrein förum við yfir hvernig Teya posinn er tengdur við sölukerfi Noona.

Arna Dís Arnþórsdóttir avatar
Written by Arna Dís Arnþórsdóttir
Updated over a year ago

Hvernig virkar posatenging?

Hægt er að tengja posa frá Teya við sölukerfi Noona. Með því hoppar upphæðin beint í posann um leið og þú velur greiðslukort sem greiðslumáta í Noona HQ og reikningurinn merkist sem greiddur um leið og posafærslan fer í gegn. Þetta tryggir það að reikningar séu að stemma við færslur í posanum, réttur posi sé valinn við afgreiðslu og síðan skapar þetta auðvitað aukin þægindi & tímasparnað.

Setja upp posatengingu

Ert þú að nota Noona HQ í vafra eða appið? Það skiptir ekki máli á hvorum staðnum þú tengir posann en hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir hvoru tveggja.

Ertu verktaki?

Áður en þú byrjar á því að tengja posann passaðu þá upp á að eftirfarandi atriði séu í lagi:

  1. Þú ert skráð/-ur inn á þinn eigin Noona HQ aðgang. Ef þú ert ekki viss geturðu farið undir Stillingar - Almennt og séð þar netfangið sem er innskráð.

  2. Sért skráð/-ur sem verktaki í sölukerfinu. Smelltu hér til þess að finna upplýsingar um hvernig það er gert.

  3. Nú er allt klárt og þú getur fylgt leiðbeiningunum hér að neðan.

1. Posi tengdur í gegnum Noona HQ

  1. Farðu í Valmyndina sem þú finnur uppi í vinstra horninu (ef þú ert í vafra) en niðri í hægra honinu (ef þú ert í appinu).

    Svona lítur merkið út:

  2. Því næst skrollarðu neðst niður undir Stillingar - Tengingar (ef þú ert í vafra) eða smellir á Þrjá punktana uppi í hægra horninu - Stillingar - Tengingar (ef þú ert í appinu).

  3. Nú smellir þú á Tengja undir Teya merkinu.

4. Þá ætti Teya innskráningar glugginn að opnast þín megin:

Ef þú ert ekki viss hvaða netfang er tengt hjá Teya þá getur þú heyrt í okkur og við finnum rétta netfangið fyrir þig. Annað hvort með því að senda okkur í spjallbúbbluna eða hringja í 519-4040.

5. Skráir þig inn á Teya aðganginn þinn - ef þú manst ekki lykilorðið þá er hægt að ýta

á Gleymt lykilorð:

6. Þegar það er klárt ferðu sjálfkrafa aftur yfir á Noona HQ.

7. Þaðan ferðu í Valmyndina sem þú finnur uppi í vinstra horninu (ef þú ert í vafra) en

niðri í hægra honinu (ef þú ert í appinu).

Svona lítur merkið út:

8. Skrollar neðst niður undir Stillingar (ef þú ert í vafra) eða smellir á Þrjá punktana

uppi í hægra horninu (ef þú ert í appinu). Þaðan ferðu í Greiðsluleiðir sem þú finnur

undir Sala.

Ef þú hefur hlutverkastillingar sem kallast Starfsmaður í Noona HQ getur þú ekki séð flipann Greiðslumáti. Því myndir þú fyrst þurfa að biðja eiganda um leyfi fyrir þessum stillingum.

9. Undir flipanum Greiðslumáti smellirðu á Tengja posa.

10. Velur réttan posa út frá S/N númerinu sem þú finnur aftan á posanum þínum.

Nú er allt klárt Noona HQ megin! Að lokum þarft þú að klára að stilla posann:

2. Stilla posann

  1. Fara í Tannhjólið uppi í vinstra horninu.

  2. Fara undir Stjórna eiginleikum.

  3. Skrolla niður og haka við Pay at counter mode.

  4. Nú ætti tengingin að vera orðin klár! Ef tengingin hrekkur ekki strax í gang þá gætir þú þurft að halda inni takkanum á hlið posans og endurræsa - smella á Reboot.

Þegar þú hakar við Pay at counter mode þá læsist skjárinn og því ekki hægt að stimpla beint inn í hann. Ef þú þarft að gera eitthvað inn í posanum þá fylgir þú leiðbeiningunum hér að ofan og tekur hakið af Pay at counter mode.


Endilega hafðu samband við okkur í síma 519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna ef eitthverjar spurningar vakna og/ef þú ert með einhverjar ábendingar 💛

Did this answer your question?