Skip to main content
Verktakar í sölukerfinu

Lærðu að skrá sölu rétt svo að allir reikningar sem gefnir eru út eru á ábyrgð verktaka, í stað þess að vera alltaf á ábyrgð stofunnar.

Jón Hilmar Karlsson avatar
Written by Jón Hilmar Karlsson
Updated over a year ago

Til þess að fylgja lögum og kröfum þá getur sölu-skipulagið verið snúið með marga verktaka og marga posa. En ekki hafa áhyggjur, við leysum það á einfaldan máta með sölukerfinu okkar. 

Ef viðskiptavinir eru að greiða fyrir þjónustur og/eða vörur í tveimur mismunandi posum, þá þurfa tveir mismunandi reikningar að standa að baki greiðslanna tveggja.
Hver reikningur þarf að vera útgefinn af réttum söluaðila, sem er stundum stofan og stundum verktakinn. 

Setja upp verktaka í sölukerfinu

  1. Verktaki skráir sig inn á sinn eigin Noona HQ aðgang. Ef þú ert ekki viss geturðu farið undir Stillingar - Almennt og séð þar netfangið sem er innskráð.

  2. Ferð undir Stillingar - Salan mín.

  3. Skrollar niður undir Eigin sölureikningar - smellir á Setja upp - hakar í reitinn Gefa út eigin sölureiknnga og fyllir út upplýsingar í viðeigandi reiti.

Ef þú ert með VSK númer en manst ekki númerið þá geturðu fundið það inn á heimasíðu RSK - smelltu hér.

Nú ert þú skráð/-ur sem verktaki í sölukerfinu!


Hvernig afgreiða verktakar í sölukerfinu?

Ef einn eða fleiri verktakar hafa sett upp Eigin sölureikninga inni á sínum aðgangi birtist þessi valmynd í hvert skipti sem Ný sala er stofnuð:

Hér er útgefandi reikningsins valinn sem mun koma til með að sjá um þessa sölu.

** ATH: Ef valið er Afgreiða inni í tímabókun mun Noona HQ sjálfkrafa velja útgefanda reikningsins.

Tvær sölur í einu höggi

Stundum kemur það fyrir að viðskiptavinur ætlar að versla bæði við verktaka og

stofuna sjálfa, til dæmis þegar hann kaupir vöru frá stofunni en þjónustu frá verktakanum. Þá hvetjum við til notkunar á Nýr reikningur virkninni.

Með þeirri virkni er hægt að græja báðar sölurnar í einu og sama söluferlinu.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan eru tveir reikningar frá mismunandi útgefendum í lok söluferlisins.

Og þú getur meira að segja sent báða reikningana í einu á viðskiptavininn.

Ef þú vilt sleppa við það að rukka viðskiptavininn í gegnum sitt hvorn posann fyrir vöru og þjónustu hvet ég þig til þess að skoða Noona Paylink. Með því getur þú rukkað fyrir hvoru tveggja í einni greiðslu en bak við tjöldin er lagt inn á sitt hvorn bankareikninginn. Smelltu hér til þess að fræðast um það.


Greiðslumátar

Vissur þú að sem verktaki í kerfinu getur þú tengt posann þinn við sölukerfið, rukkað viðskiptavini fyrirfram og fengið staðfestingargjaldið lagt beint inn á þinn reikning?

Hér fyrir neðan geturðu skoðað möguleikana:

Noona Paylink

Greiðslulausn sem gerir þér kleift að rukka viðskiptavini með því að senda rukkun beint í símann þeirra með einum smelli úr sölukerfinu.

Smelltu hér til þess að læra meira um hvernig Noona Paylink virkar.

Noona Pay

Það er ekki nauðsynlegt að vera í áskrift af sölukerfinu til þess að taka við fyrirframgreiðslum í gegnum Noona appið en það auðveldar reikningagerð og bókhaldið töluvert! Smelltu hér til þess að læra meira um hvernig fyrirframgreiðslurnar virka.

Tengja posa fyrir verktaka

Ef þú ert verktaki og ert með Teya posa þá getur þú tengt posann þinn við sölukerfið.

Leiðbeiningar um hvernig Teya posi er tengdur við sölukerfið er að finna hér í gegn.

Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna ef þú hefur áhuga á því að vera með posatengingu en ert ekki með posa frá Teya.

Þetta ætti að vera allt sem þú þarft til að reka stofu sem tekur við greiðslum í gegnum fleiri en einn aðila!


Endilega hafðu samband við okkur í síma 519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna ef eitthverjar spurningar vakna og/ef þú ert með einhverjar ábendingar 💛

Bestu Kveðjur
Jón Hilmar 

Did this answer your question?