Skip to main content
Gjafabréf á Noona

Lærðu hvernig þú getur byrjað að selja gjafabréf í gegnum Noona markaðstorgið

Birna Jóhannsdóttir avatar
Written by Birna Jóhannsdóttir
Updated over a week ago

Það að selja gjafabréf á Noona getur gagnast fyrirtækinu þínu verulega með því að auka sölu og tekjur. Það er algengt að viðskiptavinir kaupi gjafabréf sem gjafir fyrir aðra sem gæti stækkað viðskiptavinahópinn þinn. Þessir viðtakendur gætu þá verið að heimsækja fyrirtækið þitt í fyrsta skipti og hugsanlega eytt meira en virði gjafabréfsins, sem eykur tekjur þínar enn frekar. Að auki eru gjafabréf áhrifarík leið til að auka sýnileika þar sem þau eru oft gefin sem gjafir og þar með kynna vörumerkið þitt fyrir nýjum viðskiptavinum.

Það að selja gjafabréf eykur þægindi fyrir viðskiptavini þína og veitir sveigjanlegan möguleika sem getur verið sérstaklega aðlaðandi fyrir kaupendur á síðustu stundu eða fyrir þá sem eru óvissir um óskir viðtakandans. Þessi sveigjanleiki bætir upplifun viðskiptavina, hjálpar til við að laða að og halda núverandi viðskiptavinum, eykur strax sölu, byggir upp langtímasambönd við viðskiptavini og eykur sýnileika vörumerkisins. Þannig getur sala gjafabréfa á netinu knúið áfram bæði skammtímahagnað og langtímavöxt þinn.

Hvernig á að setja upp uppgjörsreikning

Þú þarft að setja upp greiðslureiking svo við getum gert upp greiðslurnar þínar fyrir gjafabréfunum sem eru seld í gegnum Noona. Til þess að gera það, farðu á þriggja lína táknið efst í vinstra horninu > Netbókanir > Prófíll fyrirtækis > Virkja gjafabréf > Klára uppsetningu > Setja upp uppgjörsreikning.

Þegar þú ert komin þangað þarft þú að bæta við mikilvægum upplýsingum um fyrirtækið þitt. Hérna er hjálpargrein sem fer yfir allt það sem þú þarft að vita til að setja það rétt upp.

Athugið: Þú getur byrjað að selja gjafabréf á Noona þó svo að uppgjörsreikingurinn þinn sé ekki tilbúinn - við munum bara ekki geta gert greiðsluna upp fyrr en það hefur verið samþykkt!

Hvernig á að setja upp og hafa umsjón með gjafabréfum á netinu

  1. Farðu í Stillingar > Sala > Gjafabréf

    Sjá myndband fyrir neðan:

  2. Ýttu á "+ Bæta við" og veldu annað hvort:

    • Klippikort fyrir fleiri en einn þjónustu tíma .

    • Gjafabréf í þjónustu sem er eins og gjafakort.

  3. Settu gjafabréfið upp með því að velja:

    • Þjónustuna sem það ætti að tengjast.

    • Bættu við titli t.d. bæta við mánaðarafslætti.

    • Reiknaðu söluverðið ef það á að vera öðruvísi en virði þjónustunnar.

    • Merktu í "selja á netinu" ef þú vilt að það birtist í Noona appinu og á noona.is.

Hvernig á að kaupa Gjafabréf á netinu

Hér er dæmi um það hvernig gjafabréfið mun birtast á Noona.


Þegar viðskiptavinirnir hafa valið gjafabréfið sem þau vilja kaupa geta þau bætt við skilaboðum sem munu birtast í PDF-skjalinu.

Síðan geta þeir sent gjafabréfið til þess sem ætti að fá það; þú getur látið það birtast í Noona appinu þeirra og sent það með tölvupósti eða SMS skilaboðum!

Fylgstu með keyptum gjafabréfum

Undir SalaGjafabréf, getur þú séð öll þau gjafabréf og klippikort sem þú hefur selt. Þau eru merkt með 4 mismunandi merkjum eftir stöðu þeirra:

  1. Aldrei notað

  2. Notað að hluta til

  3. Fullnotað

  4. Útrunnið (þau renna út eftir 3 ár)

Hvernig gjafabréfin eru notuð

Ef þú ert ekki í sölukerfinu

Þegar þú færð viðskiptavin sem vill nota gjafabréfið, þá getur þú farið í Sala Gjafabréf → valið "nota gjafabréf" og sett in númerið á gjafabréfinu.

Ef þú ert í sölukerfinu

Þá myndir þú klára greiðsluna eins og þið eruð vön að gera og velja gjafabréfið sem greiðslumáta.

Hvað með uppgjörið?

Efir að gjafabréf hefur verið selt á netinu getur þú fundið uppgjörið undir SalaUppgjör. Þar getur þú endurgreitt greiðsluna með einföldum smelli ef uppgjörið hefur ekki átt sér stað.


Eins og alltaf, ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum spjall búbbluna eða í síma 519-4040 ❤️

Did this answer your question?