Skip to main content
Gjafabréf

Allt sem þú þarft að vita til að búa til, halda utan um og selja gjafabréf í gegnum stofuna þína og netið.

Arna Dís Arnþórsdóttir avatar
Written by Arna Dís Arnþórsdóttir
Updated today

Gjafabréfasala getur verið sniðug leið til þess að aukið tekjur og sýnileika ásamt því að ná til nýrra viðskiptavina og þannig skapa tækifæri fyrir fleiri að uppgötva og upplifa vörur eða þjónustu fyrirtækisins þíns.


Hvort sem þú vilt selja gjafabréf á stofunni hjá þér, á netinu eða hvoru tveggja þá getur þú selt og haldið utan um það allt á sama staðnum inn á Noona HQ aðgangnum þínum.

Það fyrsta sem þú gerir er að búa til gjafabréf í það sem þú selur.

Búa til gjafabréf

Það er afar auðvelt að búa til gjafabréf:

  1. Þú byrjar á því að fara í valmyndina sem þú finnur uppi í vinstra horninu og lítur svona út: .

  2. Ferð undir sala og smellir á gjafabréf.

  3. Smellir á þrjá punktana (...) uppi í hægra horninu og velur stillingar gjafabréfa.

  4. Smellir nú á bláa takkann þar sem á stendur '+ bæta við'.

  5. Velur gjafabréf í þjónustu.

💡 Gjafabréfavirkin styður líka sölu klippikorta! Í staðin fyrir að velja gjafabréf velur þú klippikort.

Nú er komið að því að sérsníða gjafabréfið ⬇️

Sérsníða

Þegar þú býrð til gjafabréf þarftu alltaf að velja þjónustuna sem þú vilt byggja það á. Það er gert undir Almennt - Þjónusta.

Þú getur síðan stillt gjafabréfið eftir þínum þörfum:

Upplýsingar

  • Titill

    • Sá titill sem þú vilt hafa á gjafabréfinu.

  • Gildistími

    • Hve lengi viltu að gjafabréfið gildi.

  • Verðlagning

    • Verðgildi og söluverð gjafabréfs.

  • Lýsing sem birtist á gjafabréfinu í netsölu

    • Texti sem birtist hjá gjafabréfinu í netsölu.

  • Texti sem birtist á gjafabréfinu

    • Texti sem mun birtast á gjafabréfinu ef það er prentað út.

💸 Hægt er að breyta söluverðinu á gjafabréfum fyrir útsöludaga eins og Black Friday eða Singles Day og bjóða viðskiptavinum þannig upp á aflsátt 💸

Útlit

  • Mynd efst á gjafabréfi

    • Mynd sem birtist efst á gjafabréfinu.

  • Mynd neðs á gjafabréfi

    • Mynd sem birtist neðst á gjafabréfinu.

  • Bakgrunnslitur

    • Litaþema á gjafabréfinu.

Þú getur smellt hér fyrir nánari upplýsingar um sérsniðið útlit gjafabréfa.

Að lokum geturðu smellt á 'sækja' og skoðað hvernig gjafabréfið mun líta út:


Selja á netinu

Það er fátt betra en að geta reddað fallegri gjöf, á síðustu stundu, fyrir vini og vandamenn 🎁

Þú getur selt gjafabréf og klippikort inn á Noona markaðstorginu og ef þú ert með heimasíðu geturðu líka selt þau þar.

Hvernig virkja ég netsölu?

  1. Þú byrjar á því að fara í valmyndina sem þú finnur uppi í vinstra horninu og lítur svona út: .

  2. Ferð undir netbeiðnir og smellir á prófíll fyrirtækis.

  3. Smellir á bláa takkann þar sem stendur á virkja gjafabréf.

  4. Smellir á þrjá punktana (...) á þeim gjafabréfum sem þú vilt selja á netinu og velur opna fyrir sölu á netinu. Þú getur síðan opnað og lokað fyrir netsölu einstaka gjafabréfa eins og þér hentar.

Hvernig er netsalan gerð upp?

Til að við getum gert söluna upp við þig þarftu að tengja Teya aðganginn þinn. Það er gert með því að fara undir Valmyndina ➡️ Stillingar ➡️ Tengingar og ýta þar á tengja (nánari upplýsingar hér í gegn).

💡 Ef þú átt ekki Teya aðgang hafðu þá samband við okkur í gegnum litlu spjallbúbbluna eða í gegnum síma 519-4040 og við græjum hann saman!

Hvar birtast gjafabréfin og klippikortin inn á Noona?

Hægt er að kaupa gjafabréfin og klippikortin beint í gegnum prófílinn þinn í Noona appinu og á noona.is. Einnig birtast gjafabréfin þín á staðfestingarsíðunni sem kemur upp þegar að viðskiptavinir bóka hjá þér og þeir sem eru með þig í „uppáhalds” á Noona munu sjá gjafabréfin á upphafsskjánum sínum í appinu.

Þegar viðskiptavinir hafa keypt gjafabréf hjá þér fá þau staðfestingartölvupóst þar sem þau geta sett gjafabréfið í Apple Wallet eða Google Wallet og pdf. skjal þar sem hægt er að prenta gjafabréfið út.

Dæmi um tölvupóst vegna gjafabréfakaupa má sjá hér að neðan:

Get ég selt gjafabréfin á heimasíðunni minni?

Já, þú getur bætt við takka inn á heimasíðuna þína sem beinir viðskipavinum inn á hlekk þar sem hægt er að kaupa gjafabréfin. Hlekkinn finnur þú með því að fara inn í valmyndina upp í hægra horninu - stillingar - sýnileiki og vefslóð á Noona.

Aftan við þá slóð bætir þú síðan við "/vouchers".

Kaupa gjafabréf inn á Noona

Svona geta viðskiptavinir keypt gjafabréf á Noona:

  1. Viðskiptavinur kaupir gjafabréf á Noona í ákveðna þjónustu eða velur upphæð.

  2. Greiðir.

  3. Skrifar persónuleg skilaboð með gjafabréfinu.

  4. Velur sendingarmáta. Hægt er að velja um að senda gjafabréfið rafrænt í gegnum Noona aðgang, tölvupóst og SMS skilaboð eða fá fallega hannað PDF skjal sent í tölvupósti eða SMS skilaboðum sem síðan er hægt að prenta út og gefa viðkomandi.


Selja gjafabréf í gegnum sölukerfið

Í sölukerfi Noona HQ hefur þú val um að selja gjafabréf fyrir ákveðna upphæð eða í tiltekna þjónustu.

  1. Það eru tvær leiðir til þess að selja gjafabréf beint í gegnum sölukerfið. Þú getur annað hvort afgreitt það beint í gegnum tímabókun eða farið í nýja sölu.

  2. Þegar þú hefur opnað söluyfirlitið smellir þú á gjafabréf og velur það gjafabréf sem viðskiptavinurinn vill kaupa.

💡 Gott að vita

Þegar þú afgreiðir í gegnum 'Ný Sala' þá er góð venja að tengja viðskiptavininn sem að er að kaupa gjafabréfið við söluna.

Afhending gjafabréfa

Þegar viðskiptavinir þínir kaupa gjafabréf á stofunni hjá þér þá getur þú valið um að senda viðskiptavinum gjafabréfið á rafrænu formi, prentað það út fyrir þau eða notað þitt eigið útprentaða gjafabréf.

1. Notaðu þitt eigið útprentaða gjafabréf

Við lok sölu gjafabréfa og klippikorta þá færðu upp kóða sem birtist á reikningnum. Þann kóða getur þú skrifað á útprentaða gjafabréfið.

Hér má sjá dæmi um kvittun með kóða:

2. Sendu gjafabréfið á viðskiptavin í tölvupósti

Þegar þú hefur klárað söluna getur þú sent viðkomandi gjafabréfið í tölvupósti.

3. Prenta út gjafabréfið á staðnum

Í staðin fyrir að senda gjafabréfið á viðskiptavininn í tölvupósti getur þú sent það á netfangið ykkar og prentað það út.

💌 Gjafabréfin eru sérstaklega sett þannig upp að það sé hægt að brjóta þau saman í þrennt þannig að það passi í umslag.


Innleysa gjafabréf

Notkun gjafabréfa er tvíhliða. Þú getur bæði leyft viðskiptavinum að innleysa og þannig greiða með gjafabréfinu við bókun á Noona eða innleyst það í gegnum Noona HQ þín megin.

Greiðslur með gjafabréfum í sölukerfinu

Ef þú ert að nota sölukerfið opnarðu tímabókunina og velur Afgreiða ➡️ Greiða ➡️ velur greiðslumátann gjafabréf og setur þar inn kóðann á gjafabréfinu. Ef gjafabréfið sem er innleyst byggist á gömlu númerakerfi getur þú sleppt því að setja inn kóðann.

Ef viðskiptavinurinn er tengdur við gjafabréfið mun það koma undir inneign í söluferlinu.

Greiðslur með gjafabréfum ef þú ert ekki í sölukerfinu

Ef þú ert ekki með sölukerfið er hægt að fara í Sala → Gjafabréf og ýta á bláa "Nota gjafabréf" takkann til þess að innleysa gjafabréf.

Greiðslur með gjafabréfum á netinu

Einnig getur þú leyft viðskiptavinum þínum að greiða með gjafabréfum og klippikortum þegar bókað er í tímann á Noona. Á bak við hvert gjafabréf er kóði þannig að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur að það sé hægt að greiða aftur með því.

Til þess að leyfa greiðslur með gjafabréfum þarftu að virkja valkvæmar fyrirframgreiðslur. Hér eru leiðbeiningar um hvernig það er gert.


Utanumhald

Öll seld gjafabréf, hvort sem það er á netinu eða beint í gegnum stofuna, birtast síðan undir Sala ➡️ Gjafabréf.

Þar er að finna yfirlit yfir helstu upplýsingar: kóði sem tilheyrir gjafabréfi, tegund gjafabréfs, virði, eftirstöðvar, titill gjafabréfs, hvenær það var keypt, gildistími, nafn kúnna sem er tengdur við gjafabréfið og staða.

Einnig sérðu öll gjafabréf og klippikort sem eru tengd við viðskiptavini inn á þeirra viðskiptamannaspjaldi:

Yfirsýn viðskiptavina

Í Noona appinu geta viðskiptavinir síðan séð stöðu klippikorta og gjafabréfa sem þau eiga. Einnig hafa viðskiptavinir möguleika á að bæta því við í Google eða Apple wallet.


Bókhaldið

Hér eru nokku mikilvæg atriði fyrir bókhaldið.

Gjafabréf og klippikort eru alltaf greidd út til þín 48 klst. eftir að þau eru keypt á netinu/Noona óháð því hvort þau hafa verið notuð eða ekki.

  1. Söluaðili þarf að greiða skatt af seldum klippikortum og gjafakortum á því tímabili sem það er selt.

  2. Útskattur er líka bókaður af sölu eins og vanalega þegar að klippikort/gjafakort eru notuð.

  3. Bókari getur farið inn í “Gjafabréf” skýrslu til að núlla út útskatt miðað við notkun klippikorta/gjafabréfa, svo að söluaðili borgi bara vaskinn einu sinni.


Viltu aðstoð við uppsetningu?

Þú getur smellt hér til þess að bóka fund og við hjálpum þér að gera allt klárt 🚀

Þá er það ekki fleira í bili. Ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum bláu spjallbúbbluna eða með því að hringja í síma 519-4040 💛

Did this answer your question?