Skip to main content
Uppgjör á eigin reikning fyrir verktaka

Hvernig virkar uppgjör á eigin reikning og hvernig set ég það upp hjá mér?

Arna Dís Arnþórsdóttir avatar
Written by Arna Dís Arnþórsdóttir
Updated over a year ago

Hvernig virkar uppgjör á eigin reiking?

Verktakar geta verið með sinn eigin bankareikning tengdan og þar með fengið lagt beint inn á sinn bankareikning þegar viðskiptavinir greiða fyrir tímann. Við bjóðum upp á tvenns konar greiðslumáta sem hægt er að nýta meðfram kerfinu okkar.

Noona Paylink

Gerir þér kleift að rukka viðskiptavini með því að senda rukkun beint í símann þeirra með einum smelli úr kerfinu. Að auki geta nú viðskiptavinir greitt fyrir vörur og þjónustu í einni og sömu greiðslunni þrátt fyrir að peningurinn eigi að vera lagður inn á sitthvorn bankareikninginn. Þú getur lesið nánar um hvernig Noona Payink virkar hér.

Noona Pay

Með Noona Pay (fyrirframgreiðslum) getur þú tekið við greiðslu þegar viðskiptavinir bóka tíma hjá þér á Noona. Hægt er að leyfa þeim að velja um að klára greiðslu við bókun og/eða krefjast staðfestingargjalds. Þú getur lesið nánar um hvernig Noona Pay virkar hér.


Virkja uppgjör á eigin reikning

  1. Tengir Teya aðganginn þinn við Noona HQ. Ef þú ert ekki búin/-n að tengja Teya nú þegar eða átt ekki Teya aðgang þá ferðu fyrst í gegnum skrefin hér í gegn.

  2. Verktaki skráir sig inn á sinn eigin Noona HQ aðgang. Ef þú ert ekki viss geturðu farið undir Stillingar - Almennt og séð þar netfangið sem er innskráð.

  3. Fer undir Stillingar - Salan mín og passar upp á að réttar bankaupplýsingar birtast undir Uppgjör. Ef það þarf að breyta þessum upplýsingum geturðu haft samband við okkur.

  4. Því næst skrollarðu niður og hakar við Virkja uppgjör á eigin reikning.

Upp kemur appelsínugulur reitur þar sem stendur "eigandi á eftir að opna fyrir uppgjör á þennan reikning. Þangað til eru fyrirframgreiðslur gerðar upp á fyrirtækjareikning".

Í þessu skrefi þarf eigandinn að hoppa inn í og fara í gegnum skref 4-6.

4. Eigandi skráir sig inn á sinn eiganda aðgang.

5. Fer undir Netbeiðnir - Breyta stillingum.

6. Þar birtist gluggi sem stendur skipta uppgjöri og smellt er á breyta. Hakað við leyfa uppgjör á eigin reikning hjá viðeigandi verktökum.

Þá ætti allt að vera klárt og þú getur byrjað að nýta Noona Pay og/eða Noona Paylink 🙌


Endilega hafðu samband við okkur í síma 519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna ef eitthverjar spurningar vakna og/ef þú ert með einhverjar ábendingar 💛

Did this answer your question?