Skip to main content
Sölukerfið

Allt sem þú þarft að vita um Sölukerfi Noona HQ

Elín Inga avatar
Written by Elín Inga
Updated this week

Með sölukerfi Noona HQ getur þú verið með allan reksturinn á einum stað! Þú getur nýtt þér sölukerfið til þess að afgreiða tíma, selja gjafabréf og klippikort og selja vörur. Kaupsaga viðskiptavina gefur þér síðan tækifæri til þess að bjóða upp á enn persónulegri þjónustu.

Það eina sem þú þarft til þess að nýta þér sölukerfið er tæki þar sem hægt er að opna Noona HQ - einföld tölva eða jafn vel síminn þinn dugar og þú getur loksins kvatt sjóðsvélina.

Nokkrir af helstu kostum sölukerfisins sem verður farið betur yfir í þessari hjálpargrein eru:

  • Fljótleg afgreiðsla, því Noona rekstrarkerfið veit nú þegar hvaða viðskiptavinur var hjá hvaða starfsmanni, í hvaða þjónustu og hvað hún kostar.

  • Kerfið man hvað hver viðskiptavinur keypti og segir frá því við afgreiðslu. Hvaða vörur kúnninn hefur keypt, hvaða þjónustu, hvort hann fékk afslátt síðast o.s.frv.

  • Sölukerfið höndlar útgáfu reikninga og tekjuskráningu fyrir fleiri en einn útgefanda á sama aðgangi. Þannig getur þjónustufyrirtæki, sem hefur verktaka sem leigja aðstöðu hjá sér, leyft þeim að halda utan um söluna sína í skilvirku sölukerfi og skrá tekjurnar sínar á löglegan máta.

  • Uppgjör og bókhald ætti að einfaldast með því að nota sölukerfið. Með skýrslum sem hægt er að draga út úr kerfinu, fyrir það tímabil sem óskað er, er þægilegt að koma upplýsingum áfram á bókarann um söluna á því tímabili. Það er því ekki nauðsynlegt að gera upp hvern einasta dag og skutla uppgjörum til bókhaldsins, heldur gerir Noona sölukerfið það einfalt að senda bókaranum skýrslu um alla söluna fyrir ákveðið tímabil.

  • Beintenging við greiðsluposa hjá Teya. Hægt er að setja greiðslu af stað í gegnum hvaða tæki sem er, svo lengi sem tækið er nettengt og getur opnað Noona HQ. Þess vegna hægt að setja greiðslu í posann með símanum. Hægt að tengja fleiri en einn posa við mismunandi útgefendur/kennitölur.

Afgreiða tíma

Það eina sem að þú þarft að gera til þess að afgreiða tíma er að smella á bókunina → velja Afgreiða → Athuga hvort verðið sé rétt og jafnvel bæta við vöru → smella á Greiða → velja greiðslumáta

og þá er allt komið! ✨ Ef þú vilt sjá reikninginn strax getur þú svo smellt á Klára sölu

Eftir að reikningurinn er kominn er einnig hægt að velja "Bóka aftur" til þess að afrita tímann og finna næsta tíma með viðskiptavininum.

Afgreiddir tímar fá lítið hvítt v- merki efst í hægra hornið til þess að auðvelt sé að sjá hvaða tímar hafa verið afgreiddir og hverjir ekki með því að horfa á dagatalið

Sölusaga viðskiptavina

Þar sem að afgreiddir tímar eru alltaf tengdir við viðskiptavini getur þú séð vörur sem að viðkomandi hefur keypt áður um leið og þú afgreiðir tímann.

Einnig er hægt að sjá hvaða þjónustur viðskiptavinurinn hefur keypt áður, hjá hvaða starfsmanni, hvaða dag og hvaða verð var greitt. En það er gert með því að velja tímabókunina → Afgreiða → Velja þrjá punktana efst í hægra horninu

Senda kvittanir

Hægt er að senda kvittanir úr sölukerfinu beint á netfang viðskiptavina. Það er gert með því að klára söluna → smella á Senda kvittun → ef að viðskiptavinurinn er nú þegar með netfang skráð mun það netfang hoppa sjálfkrafa upp en annars kemur upp tómur reitur sem að þú getur skrifað netfangið inn í og smellt svo á Senda📮

Einnig er hægt að velja prenta kvittun ef þess er þörf, en við mælum þó alltaf með pappírslausum viðskiptum ♻️

Sækja reikningsyfirlit

Þú getur sótt reikningsyfirlit fyrir viðskiptavini á einfaldan hátt. Meira um það hér.


Búa til nýja sölu

Þegar að viðskiptavinir sem að hafa ekki átt tíma koma til þín og vilja kaupa vöru er best að velja bláa "Ný sala" takkann í hægra horninu → Veldu réttan útgefanda ef það eru fleiri en einn → Þú getur leitað eftir vörum, valið þær af listanum eða skannað þær inn með barkóða → Greiða → Velja greiðslumátaKlára sölu 🚀

Efst á sölunni er lítil leitarstika þar sem hægt er að leita að viðskiptavini. Það getur verið sérstaklega sniðugt að nýta sér hana þar til þess að salan fari inn í kaupsögu viðskiptavinarins, en þetta gerist sjálfkrafa þegar að tímar eru afgreiddir af dagatalinu.


Reikningar

Undir SalaReikningar er hægt að finna alla reikninga. Hér er t.d. hægt að velja tímabil, útgefanda, starfsmann og leita eftir viðskiptavini eða upphæð.

Með því að smella á reikninginn er hægt að ógilda hann ef að mistök voru gerð, endurgreiða, bæta við skýringu eða senda kvittunina áfram.


Vörur

Til þess að byrja að nýta sér sölukerfið er best að setja inn allar vörurnar í vörulistann.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú átt nú þegar vörulistann á .csv, .tsv eða .txt skrá og þá getum við skellt honum sjálfkrafa inn fyrir þig 😄

Annars er best að byrja á því að fara í Sala → Vörulisti → Smella á bláa "Bæta við" takkann í hægra horninu og setja inn yfirflokka (oftast vörumerkið) og vörur.
Yfirflokkar: hægt er að setja lit og nafn á hvern vöruflokk til þess að auðvelda vöruleitina

Vörur: þú setur inn nafn, verð og vsk prósentu fyrir allar vörur. Einnig er hægt að velja yfirflokk og setja inn strikamerki ef að það á við.

Vöruskanni og barkóði

Ef að vöruskanni er tengdur við tölvuna þar sem Noona HQ er opið er gott að velja vöruna á vörulistanum → smella á Strikamerki → skanna barkóðann á vörunni → Vista

Ef að strikamerki hefur verið tengt við vöru er hægt að skanna vörurnar inn þegar að verið að afgreiða tíma eða búa til nýja sölu og þær hoppa sjálfkrafa inn á reikninginn.

Hægt er að nota hvaða vöruskanna sem er, svo lengi sem hægt sé að tengja hann við tölvuna.

Birgðakerfi

Sölukerfið er beintengt birgðakerfi sem gefur þér aukna yfirsýn yfir vörusöluna hjá þér.

Hér getur þú lesið nánar um hvernig birgðakerfið virkar.


Skýrslur

Undir SalaSkýrlsur er hægt að vinna átta mismunandi skýrlsur. Mest notuðu skýrslurnar eru Sala eftir starfsmönnum og Sala eftir greiðsluleiðum

Þegar að tegund skýrslu hefur verið valin er því næst hægt að velja yfir hvaða tímabil maður vill skoða söluna. Einnig er hægt að nýta sér ítarlega leit til þess að velja t.d. útgefanda eða starfsmann

Hægt er að hlaða niður öllum skýrslum ef að þú ert með Noona HQ opið í vafra (t.d. chrome eða safari).

Skýrslurnar eru:

  1. Sala eftir starfsmönnum: Sýnir hversu miklar tekjur hver starfsmaður hefur komið inn með, bæði í gegnum þjónustur og vörusölu

  2. Sala starfsmanns: Þú byrjar á því að velja ákveðinn starfsmann og getur því næst séð heildartekjur frá þjónustu og vörusölu þess starfsmanns

  3. Vörusala: Hér getur þú séð hverjar vinsælustu vörurnar hafa verið, bæði eftir fjölda seldra eintaka og tekjum. Einnig er hægt að fara í ítarlega leit og velja þar ákveðinn starfsmann, t.d. ef starfsmenn fá prósentu af vörusölunni

  4. Þjónustusala: Sýnir hverjar vinsælustu þjónusturnar hafa verið, bæði eftir fjölda afgreiddra tíma og tekna

  5. Sala eftir greiðsluleiðum: Sýnir heildartekjur yfir valið tímabil sem hafa komið inn í gegnum hverja og eina greiðsluleið

  6. Sala starfsfólks eftir greiðsluleiðum: Sundurliðun sölu starfsfólks eftir ólíkum greiðsluleiðum.

  7. Sala eftir VSK hlutfalli: Ef þú ert með mismunandi VSK hlutfall t.d. á vörum og þjónustu getur verið gott að nýta sér þessa skýrslu til þess að sjá sölu eftir VSK hlutfalli sem og upphæð með og án VSK

  8. Skrópgjöld: Hér er hægt að sjá greidd skrópgjöld yfir ákveðið tímabil, brotið niður eftir því hjá hvaða starfsmanni bókunin átti að vera

  9. Gjafabréf: Sýnir bæði seld gjafabréf í gegnum Noona appið og í gegnum sölukerfið sjálft


Gjafabréf og klippikort

Lífið verður mun eindaldara þegar allur reksturinn er kominn á einn stað. Með því að selja klippikort og gjafabréf í gegnum Noona HQ getur þú auðveldlega haldið utan um það hvaða viðskiptavinir eiga gjafabréf eða klippikort og hverjar eftirstöðvarnar á þeim eru.

Smelltu hér til þess að læra meira um það hvernig þú býrð til og selur gjafabréf og klippikort í Noona HQ ⚡️


Tenging við posa

Hægt er að tengja posa frá Teya við sölukerfi Noona. Með því hoppar upphæðin beint í posann um leið og þú velur greiðslukort sem greiðslumáta í Noona HQ og reikningurinn merkist sem greiddur um leið og posafærslan fer í gegn. Þetta tryggir það að reikningar séu að stemma við færslur í posanum, réttur posi sé valinn við afgreiðslu og síðan skapar þetta auðvitað aukin þægindi & tímasparnað.

Leiðbeiningar um hvernig Teya posi er tengdur við sölukerfið er að finna hér í gegn.

Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna ef þú hefur áhuga á því að vera með posatengingu en ert ekki með posa frá Teya 💛


Upplýsingar fyrir bókarann


Með Sölukerfi Noona losnaru við að þurfa að gera daglegt uppgjör. Þú getur einnig gefið bókaranum aðgang að kerfinu og þannig leyft viðkomandi að sækja nauðsynlegar skýrslur þegar þeim hentar.
Hér getur þú lesið meira um hvaða upplýsingar úr sölukerfinu bókarinn gæti þurft.


Greiðslulausnir

Noona Paylink:

Greiðslulausn sem gerir þér kleift að rukka viðskiptavini með því að senda rukkun beint í símann þeirra með einum smelli úr sölukerfinu.

Smelltu hér til þess að læra meira um hvernig Noona Paylink virkar.

Fyrirframgreiðslur/Noona Pay:

Það er ekki nauðsynlegt að vera í áskrift af sölukerfinu til þess að taka við fyrirframgreiðslum í gegnum Noona appið en það auðveldar reikningagerð og bókhaldið töluvert! Smelltu hér til þess að læra meira um hvernig fyrirframgreiðslurnar virka.


Endilega hafðu samband við okkur í síma 519-4040 eða í gegnum spjallbúbbluna ef eitthverjar spurningar vakna eða bókaðu fund til að skoða sölukerfið betur með okkur! 💛

Did this answer your question?